Anna Sigurðardóttir, Cand.psych sálfræðinemi heldur fyrirlestur í World Class, Kringlunni sunnudaginn 23. október kl 12.00. Efni fyrirlestursins varðar ýmis atriði sem keppendur takast á við í kjölfar móta.

Margir keppendur upplifa „eftirkeppnisþunglyndi“ þegar mótum lýkur og eiga erfitt með að sætta sig við það sem gerist í kjölfarið - líkamlega og andlega. Anna fer í saumana á þessu viðfangsefni og fjallar sömuleiðis um það hvernig hægt er að byggja sig upp andlega fyrir mót til að ná sem bestum árangri og ná að líða vel á sviðinu.

Í lok fyrirlestursins verða svo umræður þar sem fólk hefur tækifæri til að spyrja spurninga þessu tengdu.

Aðgangseyrir er kr. 1500,- á fyrirlesturinn og eru allir keppendur í fitness og vaxtarrækt hvattir til að mæta á þennan fróðlega fyrirlestur þar sem líklegt er að keppendur muni njóta góðs af umræðunni. Sérstaklega eru keppendur sem eru að keppa í fyrsta sinn eða fólk sem er að velta fyrir sér að keppa í þessari grein á næstunni til að mæta.

Borið hefur á skorti á þessari umræðu um „eftirkeppnisþunglyndi“ tengt þessari íþróttagrein og þykir því full ástæða til að vekja athygli á þessu umræðuefni. Keppendur verða vonandi beturu í stakk búnir til að takast á við það sem gerist eftir mótin þegar venjulegt matarræði tekur við af niðurskurði og þyngdaraukning verður í kjölfarið.

Einnig er vert að skoða að þegar stefnt hefur verið að einhverju markmiði í langann tíma og svo lýkur því skyndilega þá er oft erfitt að sætta sig við að ekkert tekur við í bráð. Þá er gott að geta verið búinn að undirbúa sig fyrir þetta tómarúm sem vill oft myndast hjá fólki.