Sex íslenskir keppendur keppa á Norðurlandamótinu í fitness og vaxtarrækt sem fer fram í Lundi í Svíþjóð um helgina. Mótið er hið sterkasta sem haldið er meðal Norðurlandaþjóðana og því má búast við harðri keppni og spennandi úrslitum.

Keppendurnir sex sem keppa á mótinu eru:

Arnþór Ásgrímsson, Men´s Classic BB -180
Kristján Geir Jóhannesson, Men´s Classic BB +180
Hilda Elisabeth Guttormsdóttir, Womens BB -55
Þorbjörg  Sólbjartsdóttir. Bodyfitness -163.
Rannveig Kramer, Bodyfitness +163
Guðrún H. Ólafsdóttir, Bodyfitness -163

Þau eru komin til Svíþjóðar þrátt fyrir að tafir af hálfu Iceland Express hafi ekki hjálpað til. Við munum segja frá úrslitum hér á fitness.is um leið og þau berast.