Paprikukryddið sem algengt er að nota í mexíkanskan eða chili-kryddaðan mat inniheldur svonefnt capsicum efni. Það eru efnin sem fá hálsinn til að loga og eyrun til að sjóða við það að borða chili-kryddaðan mat. Fjölmörg brennsluefni ætluð fyrir líkamsræktarfólk innihalda capsicum efni vegna þess að ýmsar rannsóknir hafa gefið vísbendingar um áhrif þess á efnasskipti fitu. Kóreanskir vísindamenn gerðu rannsókn á rannsóknarstofuræktuðum fitufrumum og komust að því að casaicin dró úr fituinnihaldi frumna og jók genavirkni sem varðar fituefnaskipti og hitamyndun. Capsasinóíð eru hugsanlega gagnleg til síns brúks í fitubrennsluefnum en það þarf að hafa í huga að það sem gerist í dollu í rannsóknarstofu er ekki endilega það sama og gerist í líkamanum. Á þessu getur verið grundvallarmunur og því ber að taka þessum niðurstöðum af hófstilltri alvöru – kannski frekar sem vísbendingu um ákveðna möguleika sem óskhyggjan getur gert að söluvöru.

(Phytotherapy Research, 25: 935-939, 2011)