Í æðaveggjum eru frumur sem losa um svonefnt nituroxíð sem er nauðsynlegt fyrir fyrir heilbrigði fyrir margra hluta sakir. Nituroxíð skiptir miklu fyrir blóðflæði og blóðþrýsting. Fæðutegundir sem innihalda mikið af nítrati eins og rauðrófur og ber af Síberíuþyrni geta myndað nituroxíð milliliðalaust og eru hugsanlega áhrifaríkar fæðutegundir til þess að vinna gegn háum blóðþrýstingi. Rannsókn sem gerð var við Neogenis rannsóknarstofurnar í Austin í Texas benda til þess að með því að gefa nítröt daglega í 30 daga (Neo40 var dagsskammturinn) jókst nítrít og nítrat í blóðinu sem leiddi til myndunar nituroxíðs. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru miðaldra fólk sem átti það sameiginlegt að hafa minnst þrjá áhættuþætti gagnvart hjartasjúkdómum. Það gátu verið of hár blóðþrýstingur, offita, há blóðfita, reykingar, hreyfingaleysi, sykursýki eða arfgengi. Rannsóknin sýndi fram á að bætiefni sem innihalda nitrít eins og rauðrófuextrakt gögnuðust við að bæta blóðflæði hjá fólki sem flokkaðist undir þessa áhættuþætti.

(Nutrition Research, 31: 262-269, 2011)