Sænsk rannsókn sýnir fram á að hreyfing skilar góðum árangri gegn bakverkjum og að hreyfingin stuðlar að myndun nýrra frumna í brjóski í hryggnum. Hryggurinn verður fyrir vikið sterkari og þolir betur álag. Sársauki í mjöðmum stafar í mörgum tilfellum af því að brjóskið á milli hryggjaliðana er gengið úr skorðum. Nýjar frumur stuðla þannig að sterkari hrygg. Niðurstöðurnar þykja undirstrika mikilvægi hreyfingar fyrir bakveika.

(Háskólinn í Gautaborg 2011)