Gunnar SigurðsonAlls fara 13 keppendur á Arnold Amateur Classics mótið sem fer fram dagana 3-6 mars í Bandaríkjunum. Mótið er kennt við Arnold Schwartzenegger og búist er við meira en 700 keppendum frá 80 löndum á mótið. Alls keppa hinsvegar um 18.000 keppendur í hinum ýmsu íþróttagreinum þar sem mótið er hluti Arnold Sports Festival sem er stærsta og fjölmennasta fjölíþróttahátíð sem haldin er í Bandaríkjunum. Vinsældir þessa móts sýna hve sterka stöðu líkamsrækt hefur sem keppnisgrein í heiminum í samanburði við margar aðrar íþróttagreinar. Nokkuð sem íslenskir íþróttafréttamenn eiga eftir að átta sig á.

Íslensku keppendurnir á Arnold Classic 2016

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir – Bikini up to 170
Íris Arna Geirsdóttir – Bikini up to 163
Una Margrét Heimisdóttir – Bodyfitness up to 170
Gréta Jóna Vignisdóttir – Bikini over 170
Björk Bogadóttir – Bikini up to 170
Eva Lind Fells – Bikini up to 163
Gunnar Stefán Pétursson – Classic BB over 180
Gunnar Sigurðsson – Classic BB up to 180
Sigrún Morthens – Bikini over 170
Hafdís Björg Kristjánsdóttir – Bodyfitness up to 159
Aðalheiður Guðmundsdóttir – Bikini up to 155
Kristjana Huld Kristinsdóttir – Bikini up to 167
Hrönn Sigurðardóttir – Women´s Physique up to 168