Man doing pushupsFjölæfingakerfi taka á allan líkamann og byggjast á stórum grundvallaræfingum eins og réttstöðulyftu, pressum, upptogi, kaðlaklifri, hlaupum, róðri, sippi og ekki má gleyma æfingunum að hreinsa og hnykkja (clean og jerk). Í flestum þessum æfingum er áherslan lögð á hraða og mikil átök. Fjölæfingakerfi á borð við CrossFit fela í sér að byggja upp alhliða hreysti með því að byggja upp þol, styrk, teygjanleika, hraða, kraft, samhæfingu, árvekni, jafnvægi og nákvæmni í senn. Rannsóknir hafa sýnt að fjölæfingakerfi eru mjög áhrifarík til þessa og þekktasta kerfið er CrossFit, en önnur sambærileg kerfi hafa verið að koma fram á sjónarsviðið sem stefna að svipuðu markmiði. Mike Smith og félagar við Háskólann í Ohio sýndu fram á að tíu vikna CrossFit þjálfun jók þol og getu fólks á ýmsu getustigi líkamsþjálfunar auk þess sem æfingarnar bættu verulega vöðvahlutfall líkamans gagnvart fitu. Að jafnaði jókst súrefnisþol um 12% en fituhlutfallið lækkaði um tæplega 20% sem verður að teljast mjög góður árangur.
(Journal Strength Conditioning Research, 27: 3159-3172, 2013)