Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir fitnesskeppendur fá umfjöllun í víðlesnum tímaritum á borð við Oxygen. Fjallað er um Einhildi Ýr Gunnarsdóttur í tímaritinu sem er eitt hið vinsælasta meðal líkamsræktarfólks og er gefið út í gríðarlegu upplagi.Einý segir svo frá: Alveg frá því að ég byrjaði í fitness hefur draumurinn minn verið að komast á síður Oxygen Magazine. Eftir Íslandsmeistaramót IFBB og Grand Prix Reykjavík 2010 fór ég í myndatöku hjá þekktasta glamúr og tísku ljósmyndara Íslands, Arnoldi Björnssyni. Við Arnold ákváðum að hafa myndatökuna í anda forsíðumynda Oxygen. Myndirnar komu svakalega vel út og út frá því ákvað ég að prufa að senda þær til Oxygen og athuga hvort að ég kæmist inn í Future of fitness dálkinn. Oxygen fær þúsundir umsókna á hverju ári og það er mjög erfitt að komast að. Einu sinni í mánuði þá velur Oxygen eina stelpu til þess birta í Future of fitness dálki sínum á vefsíðu sinni. Það eru þá 12 stelpur sem að eru valdar á ári hverju til þess að komast inn á vefsíðuna og fá viðtal og prófíl á vefsíðu Oxygen.  OXYGEN Magazine er eitt virtasta tímaritið í fitness heiminum og standardinn hvergi hærri.
Þetta er mjög mikill heiður fyrir mig að vera ein af þessum 12.
Ég stefni að því að keppa á Arnold Classic Amature og á Íslandsmeistaramóti IFBB næsta vor og ætla ég að gera mitt allra besta. Ég vona að þetta viðtal á heimasíðu Oxygen komi mér á framfæri og vekji athygli á því góða og glæsilega fitnessfólki sem að er á Íslandi.
 
Tengill á viðtalið á Oxygen.