Um næstu helgi fer fram svonefnd Fitnesshelgi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta er í fjórtánda sinn sem Íslandsmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna er haldið um páskahelgina og ætla má að fjöldi áhugafólks um líkamsrækt stefni til Akureyrar um helgina eins og undanfarin ár.Að þessu sinni eru skráðir 64 keppendur sem keppa í fitness, módelfitness og vaxtarrækt. Einnig verður keppt í róðri, upptogi og dýfum.  Dagskrá fyrir áhorfendur hefst á föstudag kl 19.00 í íþróttahöllinni en þá fer fram Íslandsmótið í vaxtarrækt og Íslandsmótið í fitness kvenna 35 ára og eldri og unglinga.

Á laugardag verður spennan í hámarki þegar Íslandsmótið í fitness og módelfitness hefst klukkan 18.00 í Íþróttahöllinni. Keppt er í einum opnum flokki í fitnessflokki karla, en tveimur hæðarflokkum í fitness kvenna, yfir og undir 163 sm.  

Dagskrá fyrir áhorfendur
Föstudagur 10. apríl
Kl 19.00: Íslandsmótið í vaxtarrækt og fitness kvenna 35 ára og eldri og unglinga.

Laugardagur 11. apríl
Kl 12.00: forkeppni í módelfitness og keppni í 500 m róðri í vél, upptogi og dýfum.
Kl 18.00: Íslandsmótið í fitness og módelfitness.
Miðaverð sitthvorn daginn er kr. 1.500,-