Heimsmeistaramótið í módelfitness fer fram um helgina í Bialystok í Póllandi. Þær Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Elín Ósk Kragh Sigurjónsdóttir og Margrét Edda Gnarr kepptu í forkeppninni í dag en komust ekki áfram í 15 manna úrslit. Alls kepptu 180 keppendur frá 36 löndum á mótinu og er mál manna að styrkleiki mótsins hafi aldrei verið meiri. Flokkarnir sem íslensku keppendurnir kepptu í voru mjög sterkir þar sem landsmeistarar frá milljónaþjóðum og verðlaunahafar á mörgum stórmótum stigu á svið með þeim. Frammistaða íslensku keppendana var frábær, þær komu allar vel undirbúnar til keppni en svo fór sem fór.

Hér að neðan má sjá ferðalagsmyndir þeirra sem Jóhann Norðfjörð alþjóðadómari og fréttatengill fitness.is tók (símamyndir – afsakið gæðin).

 

Fitness.is á Facebook – fleiri og betri myndir þar.