kona3Djúpar beygjur leggja mun meira álag á rassinn en grunnar eða hálfbeygjur auk þess sem þær virkja mun stærra vöðvasvæði. Hættan er hinsvegar sú að margir klúðra framkvæmdinni þegar farið er djúpt. Mikilvægt er að nota mjaðmirnar vel og halda bakinu beinu þegar byrjað er að læra að gera hnébeygju og átta sig á því að stífleiki í nára getur orðið til þess að mjaðmirnar og bakið halda ekki réttri stöðu. Teygjuæfingar til að byrja með skipta því máli auk þess sem gott er að taka viðráðanlegar þyngdir þar til búið er að ná réttri framkvæmd. Það getur tekið nokkrar vikur. Mikilvægt er að halda bakinu alltaf beinu og auka dýptina í samræmi við það hvernig gengur að halda því beinu. Hnébeygjan er ein besta æfingin sem líkamsræktarfólk getur tekið til þess að móta rass og læri og er auk þess undirstaða styrks í mörgum íþróttagreinum. Þetta er hinsvegar æfing sem þarf að framkvæma rétt til þess að halda meiðslum fjarri.

(Journal Strength Conditioning Research, 26: 2820-2828, 2012)