heiliÆfingar og mataræði hafa verið lykillinn að því að koma sér í form fram til þessa og ekki er að sjá að sú staðreyndi breytist í bráð. Hið sorglega er að enn er það þannig að mikill meirihluti þeirra sem léttast verulega fyrir tilstuðlan mataræðis og æfinga fá aukakílóin til baka. Oftar en ekki vegna þess að hætt var að æfa og slakað rækilega á í mataræðinu. Til lengri tíma litið er því ekki treystandi á að æfingar og aðhald í mataræði skili sér í góðu líkamsformi nema um sé að ræða lífsstílsbreytingu.

Hið háa hlutfall þeirra sem þyngjast aftur er ein ástæða þess að horft er til þess að hægt verði að þróa lyf sem hafi áhrif á heilann. Lyf sem minnka matarlyst og auðveldara verði fyrir vikið að viðhalda árangri. Einungis tvö lyf hafa fengið grænt ljós hjá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna sem megrunarlyf, en það eru Sibutramine og Xenical. Bæði lyfin hafa miklar aukaverkanir og eru því engin draumalausn. Sibutramine eykur blóðþrýsting og hjartslátt og hefur verið tekið úr sölu í Evrópu. Xenical veldur ýmsum meltingarvandamálum og olíukenndum hægðum.

Vísindamenn eru þessa dagana að vinn að að aðferðum sem örva undirstúku heilans en hún hefur mikil áhrif á matarlyst og saðningartilfinningu. Lítið hefur þó gengið eða rekið í því að koma nothæfu lyfi á markað og því ekki við því að búast að lyf verði ákjósanlegur valkostur í baráttunni við aukakílóin á næstunni.

(International Journal of Obesity, 37: 107-117, 2012)