Hér á eftir er gróf dagskrá fyrir keppendur á Þrekmeistaranum á laugardaginn.Föstudagur 18. apríl Kl. 21.00 Fundur fyrir keppendur. Allir mæti í sal Íþróttahallarinnar á Akureyri. Ef einhver getur ómögulega mætt á keppendafundinn þarf að senda tölvupóst á keppni@fitness.is og láta vita. Fundinum er ætlað að fara yfir mætingu keppenda og fjalla um reglur. Þeir sem mæta ekki og láta ekki vita verða strikaðir út af rásröðinni. Laugardagur 19. apríl Kl. 10.00 keppni hefst. 1. Einstaklingsflokkar kvenna 2. Einstaklingsflokkar karla 3. Liðakeppni kvenna 4. Liðakeppni karla Í ljósi þess hversu margir keppendur eru á mótinu er stefnt að því að taka ekkert hlé. Áætlað er að keppnin standi frá kl 10.00-15.00. Vakin er athygli á því að til stóð að reyna að smala saman keppendum og aðstandendum þeirra í sameiginlega matarveislu að kvöldi keppnisdags. Því miður verður það ekki hægt að þessu sinni vegna „tæknilegra“ orsaka. Eftir sem áður eru keppendur hvattir til að vísitera veitingahús bæjarins á eigin vegum eins og verið hefur.