DagskraNM2014vefDagskrá Norðurlandamótsins í fitness og vaxtarrækt liggur nú fyrir í smáatriðum fyrir keppendur. Flestir flokkar og viðburðir hafa verið tímasettir en hafa ber í huga að um áætlun er að ræða. Keppendur þurfa að reikna með að mótið gangi hraðar fyrir sig en gert er ráð fyrir í dagskránni og einnig gæti henni seinkað. Oftast hefur áætlunin þó verið mjög nálægt útkomunni. Alls er reiknað með 118 keppendum. Það er met ef allir mæta þar sem stærsta mótið fram að þessu var haldið fyrir nokkrum árum í Finnlandi þegar 115 keppendur stigu á svið.

Hafa ber í huga að séu færri en sex keppendur í flokki fer sá flokkur ekki á svið í forkeppninni.

Forsala miða fer fram í Hreysti – Skeifunni.

Dagskra Nordurlandamot 2014 (PDF)