PlakatBikarmot2013_1200pxFöstudaginn og laugardaginn 8. og 9. nóvember fer fram Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna,  IFBB í Háskólabíói. Nú þegar hafa um 100 keppendur skráð sig til keppni og skráningar standa út vikuna. Það má því búast við skemmtilegum viðburði sem áhugafólk um líkamsrækt vill ekki missa af þessa helgi. IFBB heldur einungis tvö mót á ári hér á landi. Bikarmótið sem fer oftast fram í nóvember og Íslandsmótið sem fer alltaf fram um Páskana.

Dagskráin Bikarmótsins 2013

Föstudagur 8. nóvember

Kl. 19.00 Fitness og sportfitness karla og vaxtarrækt

Laugardagur 9. nóvember

Kl. 11.00 Forkeppni í módelfitness og fitness kvenna

Kl. 18.00 Úrslit í módelfitness og fitness kvenna

Forsala miða fer fram í Hreysti í Skeifunni og Átaki Skólastíg frá og með föstudeginum 1. nóvember.

Nákvæm dagskrá keppenda er hér.

Skráning keppenda er hér.