Ein stærsta líkamsræktarkeppni heims er kennd við Arnold Schwartzenegger og hefur undanfarin ár verið haldin í Ohio í Bandaríkjunum. 7-9 október mun þessi vinsæla keppni meðal fitness- og vaxtarræktarfólks verða haldin í Madríd á Spáni. Það verða engir aukvisar sem stíga þar á svið. Vegleg peningaverðlaun eru í boði fyrir fyrsta sætið í vaxtarræktinni. 100.000 dollarar eiga að tryggja það að stóru nöfnin láti sjá sig. Líklegt þykir að vaxtarræktarmennirnir Cutler, Heath, Kai, Branch, Martinez, Wolf, Roelly o.fl. eigi eftir að stíga þar á svið.

Arnold Classics er ekki eingöngu fyrir atvinnumen. Haldin verður risakeppni fyrir áhugamenn í fitness og vaxtarrækt. Fimm íslenskir keppendur stefna þangað á keppni, þær Rannveig Kramer, Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir, Einhildur Ýr Gunnarsdóttir, Alexandra Sif Nikulásdóttir og Kristbjörg Jónasdóttir stefna þangað í sínu besta formi. Það er margt að gerast í líkamsræktargeiranum í Evrópu þessa dagana. FIBO sýningin er á næsta leyti og breska Grand Prix keppnin er að hefja göngu sína aftur.

Heimasíða Arnold Classic Europe. 

Einar Guðmann