Gunnar Vilhelmsson
Gunnar Vilhelmsson

Nafn: Gunnar Vilhelmsson
Fæðingarár: 1983
Bæjarfélag: Garðabær
Hæð: 189
Þyngd: 110
Keppnisflokkur: Vaxtarrækt karla yfir 100 kg
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/gunnar.vilhelmsson.7?ref=tn_tnmn
Atvinna eða skóli: Sportlíf.is

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég var búinn að vera æfa frá 15 ára aldri og var svo að æfa með strákum í Betrunarhúsinu í Garðabæ sem voru að keppa og var umkringdur keppendum og ákvað að skella mér á svið árið 2006.

Keppnisferill:

Bikarmót 2006, vaxtarrækt, 4 sæti
Bikarmót 2007, vaxtarrækt, 4 sæti
Bikarmót 2008, vaxtarækt, 4 sæti
Iceland fitness and health expo 2010, classic bodybuilding, 5 sæti
Íslandsmót 2013, vaxtarrækt, 100+kg, 2 sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Sportlíf.is
Deluxe snyrti og dekurstofa
Trimform Berglindar
og minn langstærsti stuðningsaðili er konan mín og fjölskylda

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég hef oftast verið í hærri endurtekningum og reyna að koma sem mestu blóði í vöðvana og mögulegt er, þá í kringum 10-20 endurtekningar. Ég hef ekki æft mikið fyrir aukinn styrk þótt það hjálpi mér að byggja upp, en ég vill fara sem best með líkamann minn og láta hann endast sem lengst. Svo teygi ég mikið á og fer í Foam flex tíma til að losa upp vöðvana með nuddrúllum og boltum. Þannig forðast ég stífa vöðva og meyðsli.

Hvernig er mataræðið?

Það er breytilegt eftir viku, en ég borða mikið egg, kjúkling, kalkún, fisk og nautakjöt fyrir prótín. Sætar kartöflur, haframjöl og brún hrísgrjón fyrir kolvetni. Fyrir fitu nota ég möndlur, kasjuhnetur, valhnetur, og stundum hnetusmjör. Og svo er ég oftast í 2 prótíndrykkjum á dag og ég blanda saman Whey isolate og casein protein. Og með hverri máltíð borða ég mikið grænmeti og byrja daginn á eplaediki, kreista sítrónu, og essential greens til að hjálpa líkamanum að vera basískur og hjálpa til við meltinguna því ég er að innbyrða svo mikið af mat.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

BCAA amínósýrur

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Whey protein isolate, casein protein, BCAA, L glutamín, L arginine, Omega 3, d3 vítamín, magnesíum, zinc, alpha lipoic acid, fjölvítamín og steinefni, grænt te, Acytile l carnitine, CLA.
skammtastærðir fara eftir dögum en ég held mig vanalega við ráðlagðan dagskammt.

Seturðu þér markmið?

Vera heilbrigður og vera meiðslalaus, en einnig að byggja mig upp, vera sáttur með sjálfan mig og líða vel og vera hamingjusamur. Það skiptir mestu máli.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Að sjá fyrir mér að vera mættur uppá svið og vita að ég hafi gert mitt allra besta til að koma í mínu besta formi.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Jay Cutler, Phil Heath, Ben Pakulski, Dennis Wolf, Flex Lewis, Evan Centopani. Get ekki valið einn.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Ég verð að segja Magnús Bess, hann á marga titla og er mjög metnaðarfullur í því sem hann gerir í sportinu. RESPECT MAGGI BESS! 😉

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Hlusta mikið á þungarokk, thecno, hip hop og dubstep

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Vertu ánægður og hamingjusamur með það sem þú ert að gera, sérstaklega fyrir mót þegar maður verður oft þreyttur og bugaður á mataræðinu. Þá finnst mér best að hugsa til þess og vera þakklátur fyrir fólkið í kringum mig sem er að styðja mig fyrir keppnir, í mínu tilfelli er það konan mín og fjölskylda sem gefur mér ávallt hvatningu og orku til að halda áfram og leggja mig allan fram.