Hafdís Björg Kristjánsdóttir
Hafdís Björg Kristjánsdóttir

Nafn: Hafdís Björg Kristjánsdóttir
Fæðingarár: 1987
Bæjarfélag: Kópavogur
Hæð: 157
Þyngd: 52
Keppnisflokkur: Fitness kvenna -163, Módelfitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/hafdis.kristjansdottir
Atvinna eða skóli: Einkaþjálfari og hóptímakennari hjá Reebok Fitness

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Mig langaði til þess að setja mér krefjandi markmið eftir þriðju meðgöngu og heillaðist af kraftinum og hörkunni sem fitnesskeppendur búa yfir og ákvað því að skella mér út í þennan pakka og sé alls ekki eftir því!
Keppnisferill: Ifbb bikarmót módelfitness -163 árið 2010
Ifbb bikarmót módelfitness -163 árið 2011
Ifbb bikarmót Fitness kvenna -163 árið 2013 lenti í 2. sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Jóhann Norðfjörð þjálfarinn minn er minn helsti stuðningsaðili 😀
Fitness Sport, Sólbaðsstofan Sælan, Trimform Berglindar, Herbalife og Reebok Fitness

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég lyfti 5-6x í viku allt árið, þegar styttist í mót bæti ég inn brennslunni og er hún breytileg t.d. spinning, Hot Balance, Hot yoga eða úti hlaup.

Hvernig er mataræðið?

Morgunmatur: Haframjöl, prótein og hörfræolía
Millimál: eggjahvítur og prótein
Hádegismatur: Fiskur og grænmeti
Millimál: Prótein
Kvöldmatur: Kjúklingur, kotasæla og grænmeti

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

CLA

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Rebuild Strenght eftir æfingar, Nectar prótein með máltíð og sem millimál, CLA með máltíð, Thermo complete brennslutöflur fyrir brennsluæfingar, Rush preeworkout og Anabolic Freak fyrir æfingar, kalk og D vítamín og fjölvítamín

Seturðu þér markmið?

Ég set mér alltaf markmið í öllu sem ég tek mér fyrir hendur! Ég set mér stór markmið og lítil, búta þau niður og hver leiðin að þeim er! Ég elska að setja mér krefjandi markmið, því gleðin sem fylgir því að ná þeim er ómetanleg!

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Strákarnir mínir!

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Monica Brant og Larissa Reis get ómögulega gert upp á milli! Þær eru og hafa alltaf verið idolin mín í þessu sporti.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Hrönn Sigurðardóttir. Geðsjúk rútínan hennar sem hún tók árið 2007

Uppáhalds lögin í ræktinni?

1. Burn it to the ground með Nickelback
2. Work Bitch með Britney Spears
3. Clubstar Remix með Scooter
4. People like us með Kelly Clarkson
5. Shakira – Can’t Remember to Forget You ft. Rihanna

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Að vera ekki að bera sig saman við aðra, heldur toppa sjálfan sig á hverju móti!