Hugrún Árnadóttir
Hugrún Árnadóttir

Nafn: Hugrún Árnadóttir
Fæðingarár: 1988
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 168
Keppnisflokkur: Fitness kvenna +163, Fitness kvenna unglinga, Módelfitness kvenna -171
Heimasíða eða Facebook: á facebook, Hugrún Árnadóttir
Atvinna eða skóli: Háskóli Íslands

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég æfði dans í 15 ár og hafði mjög gaman af því, ég tók þátt í mörgum Íslansmeistaramótum í dansi og hef alltaf verið mikil keppnismanneskja. En mig langaði að prufa eitthvað nýtt. Ég fór á mitt fyrsta fitnessmót 2006 sem áhorfandi og það var þá sem áhuginn kviknaði og ég hugsaði að þetta væri eitthvað sem mig langaði til að prufa og hef ekki hætt síðan.

Keppnisferill

Íslandsmót 2007, módelfitness 1. sæti
Íslandsmót 2007, fitness unglinga 4-6 sæti
Bikarmót 2007, módelfitness 2. sæti
Íslandsmót 2008, fitness unglinga 1 sæti
Bikarmót 2008, fitness unglinga 1 sæti
Bikarmót Expó 2010, Módelfitness 2 sæti
Íslandsmót 2012, Fitness kvenna +163 2 sæti
Arnold Classic Europe 2012, bodyfitness 9 sæti.
Bikarmót 2012, Fintess kvenna +163 2 sæti
Osló Grand prix 2014, bodyfitness +168 sæti: ÓVITAÐ
Íslandsmót 2014, Fitness kvenna +163 sæti: ÓVITAÐ

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Ég fæ öll mín fæðubótaefni hjá Sportlíf, Verslunin Skógar Egilsstöðum hefur styrkt mig með íþróttafatnaði og fl. og Snyrtistofan Mizú hefur alfarið séð um snyrti-meðferðir fyrir mót.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég hef verið að taka 8 daga prógram undafarna mánuði. þau hennta mér mjög vel.

Æfingakerfið í grófum dráttum;
Dagur 1: Fætur, framaná læri + kálfar
Dagur 2: Bak
Dagur 3: þríhöfði, bicep, axlir
Dagur 4: hvíld
Dagur 5: Fætur: hamur + kálfar
Dagur 6: Bak, brjóst
Dagur 7: Axlir
Dagur 8: hvíld

Æfingarnar mínar eru mjög fjölbreyttar og ég er dugleg að skipta út æfingarplönum á 4. vikna fresti. Ég hef verið mikið í power æfingum í bland við “ venjulegar“ æfingar sem innihalda margar endurtekningar síðast liðið ár. Ég er mjög opin fyrir nýjungum og er alltaf að prufa mig áfram í nýjum æfingum og finna út hvað henntar mér best til að ná árangri. Þegar ég er í undirbúningi fyrir mót bæti ég brennslum inní, þá tek ég oftast morgunbrennslu 4x í viku, 40-45 í senn og brenni svo í 20 mín eftir lyftingaræfingar ef mér finnst vera þörf á.

Hvernig er mataræðið?

Ég hef prufað margar leiðir í niðurskurði, en þetta plan hér, myndi ég telja henta mér best hingað til.

Fyrstu 8 vikurnar í niðurskurði:

Morgunmatur (kl.7:30): 1 dl. hafrar, 25 gr. prótein útí. eða boozt sem inniheldur 2 ávexti, hálfan dl. hafra, eggjahvítu eða 25 gr.prótein útí.

Millimál (kl.10): 5 eggjahvítur og lúka af brokkolí , 100 gr. reyktur lax eða 100 gr. túnfiskur.

Hádegismatur (kl.12): 150 gr. kjúklingabringa, lax eða nautakjöt með slatta af grænmeti og hrísgrjónum/ sætum kartöflum.

Millimál (kl.15): epli og 25 gr. prótein eða 5 eggjahvítur.

Kaffimatur (kl.17 fyrir æfingu): 1 dl. hafrar (ég set oft kanil útí og nokkrar rúsínur)

Kvöldmatur (kl.19): kjúklingabringa eða lax með grænmeti

Kvöldhressing fyrir svefninn: whey prótein, caseinprótein eða eggjahvítur

Síðustu 4 vikurnar eru svo mun strangari en þá tek ég út alla ávexti , hrísgrjón og reyktan lax. Svo tek ég fjölvítamín, Lýsi og C-vítamín.

Þetta er svona frekar gróf útgáfa af matarplaninu sem ég fer eftir, oft er einhverju bætt inn í t.d. meiri fitu eða eitthvað tekið út, það fer bara eftir formi og öðru.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Mysuprótín

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Mysuprótín 2-3 x á dag 25 gr.
CLA 2 töflur 3 x á dag,
Omega 3-6-9, 2 töflur 3 x á dag,
5 g Glútamín 3 x á dag.

Seturðu þér markmið?

Ég er er alltaf með ákveðin markmið, ég tel það nauðsynlegt til að ná árangri. í niðurskurði set ég mér markmið fyrir hverja viku, ég fer í mælingu vikulega og eftir mælingar set ég mér raunhæf markmið sem ég fylgi eftir út vikuna.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Keppnisdagurinn er það sem heldur mér einbeittri, það er mín aðal hvatning í niðurskurðinum þegar heilt er á litið, ég er mjög þrjósk og mitt plan og markmið fyrir hvert mót er að toppa mitt gamla form.

Ég hef svokallaða kolvetnadaga 1 x í viku í gegnum allan niðurskurðinn, ég hugsa þann dag sem hleðslu og orkugjafa fyrir komandi æfingaviku, bæði líkamlega og andlega.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Þetta er erfið spurning, ég á engann uppáhalds keppanda erlendis en ein af þeim sem ég fylgist mest með er Nicole Wilkins, hún er heilbrigð og góð fyrirmynd í sportinu.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Við eigum marga svakalega góða keppendur hér á Íslandi í öllum keppnisflokkum. Í fitness kvenna hafa Freyja Sigurðar, Anna Bella, Kristín Kristjáns alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ég bryjaði að fylgjast með fitness.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Ég á mér ekki neitt uppáhalds lag í ræktinni, það fer bara eftir dagsformi og hvað ég er í stuði fyrir hverju sinni sem ræður því hvað ég vel.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Hafa trú á sjálfum þér og setja sér raunhæf markmið.