MadurVax023Nafn: Baldur Borgþórsson
Fæðingarár: 1963
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 177
Þyngd: 90
Keppnisflokkur: Vaxtarrækt karla að og með 90 kg, Vaxtarrækt 40 ára +
Heimasíða eða Facebook: Kann ekki á þennan, en er á Facebook undir Baldur Borgþórsson
Atvinna eða skóli: Einkaþjálfari í World Class- Laugar

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Var á yngri árum margfaldur Íslandsmeistari, Norðurlandameistari og Norðurlandamethafi í ólympískum lyftingum, auk þess margfaldur Íslandsmeistari í Kraftlyftingum.
Fannst viðeigandi að sjá hvort ég hefði það í mér að bæta við Íslandsmeistaratitli í Vaxtarrækt við í safnið, og viti menn, það tókst og nú vill ég meira.

Einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið var að fara út í keppni í Vaxtarræktinni. Þetta er búinn að vera mikill og góður skóli sem ég mun búa að alla ævi.
Kom mér mest á óvart hvað þetta sport krefst gífurlegs aga og andlegs styrks, klárlega mesta agasport sem ég hef komið nálægt og er ég nú ýmsu vanur.

Keppnisferill:

Bikamót IFBB 2012. Keppti í Vaxtarrækt karla, að og með 90kg. Hreppti 2.sæti

Íslandsmeistaramót IFBB 2013. Keppti í Vaxtarrækt karla að og með 90kg. Hreppti 1. sæti.

Evrópumeistaramót IFBB 2013. Keppti í Vaxtarrækt karla 50 ára+ over 80kg flokki. Hreppti 9.sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Kraftvélar ehf.
Postura.is
Fitness Sport

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Þegar ég er í uppbyggingu skipti ég æfingunum upp í 3ja daga kerfi.
Dagur 1. Brjóst-Fætur
Dagur.2. Bak-Axlir
Dagur 3. Kviður-Handleggir

Þessu rúlla ég svo í gegn x 2 yfir vikuna, frá mánudegi til laugardags.

Síðustu vikurnar fyrir mót brýt ég þetta svo allt upp og bæti inn brennslu síðustu 2-4 vikurnar fyrir mót, eftir þörfum.

Hvernig er mataræðið?

Svona skipti ég máltíðunum niður:
1.Hafrar og próteingjafi í morgunmat
2.Próteingjafi í millimál.
3. Fiskur eða kjúlli og salat í hádeginu
4. Skot af höfrum eða byggi með smá próteini
5. Flatkaka og próteingjafi um kl. 17
6. Eggjahvítur eða naut í kvöldmat, salat með.
7. Próteingjafi fyrir nóttina

Þarna er ég að flakka töluvert í hitaeiningum, alveg frá 1000 he upp í 2000 he. allt eftir því hvað vigt og klípa segja til um.
Tek svo 3-4 hvern dag og hleð inn meiri kolvetnum, allt eftir tilfinningunni.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Hámark

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Það sem ég nota allt árið er :
Prótein-Fjölvítamín.

Það helsta sem ég nota síðustu 6-8 vikurnar fyrir mót :
Ripped Freak-brennslutöflur
Glutamin
CLA- fitusýrur
B12 vítamín
D vítamín
Kalk/magnesíum

Seturðu þér markmið?

Já. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vera betri en síðast og auðvitað mæti ég alltaf til þess að vinna og ekkert annað 🙂

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Harkan

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Á erfitt með að gera upp á milli Wolfgang Schröder Austuríkismanns og Rusty Jeffers frá BNA. Tveir svakalega flottir kallar, sportinu til mikils sóma báðir tveir.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Það er ofur-Fitness skvísan Linda Jónsdóttir, enda giftist ég henni fyrir hartnær 30 árum og ekkert að spá í neinar breytingar á því 🙂

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Show must go on með Queen
Intro með The XX
Sunshine eftir John Murpy
Now we are free úr Gladiator
28 weeks later eftir John Murphy

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Þessu verð ég að svara á ensku: Do what ever you have to do 🙂