Næst þegar þú færð bullandi höfuðverk skaltu ekki vera viss um að það sé endilega vegna þess að þú sért stressuð og sért þessvegna með höfuðverk.Það er ekki ólíklegt að það að klæðast þröngum fötum: brjóstahöldurum eða fötum með þröngum hlýrum. Bönd eða hlýrar geta myndað þrýsting á taugar í baki eða herðum sem valda höfuðverk. Töskur með axlarólum eru einnig varasamar þar sem þær valda þrýstingi á sama stað á herðarnar langtímum saman og geta þannig auðveldlega orsakað höfuðverk. Lykillinn að því að komast hjá þessu er að velja sér fatnað sem er ekki of þröngur, sérstaklega hlýra á brjóstahöldurum sem eru ekki þröngir og forðast að nota töskur með axlarólum.