Talið er að 10% af bandaríkjamönnum sem eru yngri en 25 ára hafi prófað E-pillur. Þetta eiturlyf sem hefur verið mikið í umræðunni getur valdið alvarlegum heilaskaða og skaðað minnisstöðvar.Stöðvar í heilanum sem hafa það hlutverk að stjórna skapferli verða einnig fyrir skemmdum við töku þessa eiturlyfs. Námsgeta minnkar í langan tíma eftir að það er tekið og það eykur einnig hættuna á Parkinsonsjúkdómnum. Eflaust þykir einhverjum nóg komið af aukaverkunum en það er ekki svo gott að allt sé upp talið. Nýjar rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á að E-töflur geti valdið hjartastækkun. Líkurnar á því munu reyndar vera litlar, en þar sem breytingar verða um leið á ákveðnum rafboðum innan hjartans þegar þetta gerist aukast verulega líkurnar á fyrirvaralausum dauða. E-töflur örva hjartslátt og auka blóðþrýsting sem velur auknu álagi á hjartað án þess að afköstin aukist. Ungt fólk á ef til vill auðveldara með að standa af sér þetta aukna álag á hjartað en fyrir eldra fólk skapast mikil hætta á alvarlegum afleiðingum. Áhrifin á heilann snerta þó alla aldurshópa.