Búið er að negla niður dagssetningu á Þrekmeistaramót Íslands. Það verður haldið laugardaginn 2. nóvember 2002 kl 13.00 í Íþróttahöllinni á Akureyri. Neil Francombe kemur aftur til landsins og verður keppnisstjóri og með honum kemur einnig forsvarsmaður keppninnar í Bretlandi. Skráningar á keppnina hefjast innan skamms.