Cola is pouring into glassMegrunarmatur sem seldur er undir enska heitinu „diet“ þetta og hitt hefur verið á markaði síðan 1960. Sykurlausir gosdrykkir eru þar á meðal. Tilkoma gervisætuefna sem hafa átt að taka við af sykrinum hefur ekki verið sú galdralausn sem í upphafi var vonað og það er kunnugra en frá þurfi að segja að offita hefur vaxið stórlega sem heilbrigðisvandamál undanfarna áratugi.

Fólk sem drekkur sykurlausa gosdrykki er að jafnaði feitara en annað fólk. Gervisætuefnin í drykkjunum raska hæfni heilans til þess að meta hitaeiningainnihald fæðunnar út frá bragðinu og stuðla þannig óbeint að offitu. Líkaminn er flókið fyrirbæri og rétt eins og það að við byrjum að slefa við það eitt að sjá girnilegan mat þá sendir heilinn ómeðvituð skilaboð til meltingarfærana strax og matur er settur í munninn. Meltingarensím sem hafa það hlutverk að vinna á sykri fara af stað um leið og sætindi berast í meltingarvegin.

Geta heilans til að skynja saðningartilfinningu minnkar við neyslu gervisætuefna.

Vísindamenn við Háskólann í San Diegó í Kaliforníu hafa notfært sér nýjust tækni í heilaskönnun til að kanna viðbrögð heilans við mat og niðurstöður þeirra sýna að hæfni heilans hvað þetta varðar hefur dofnað mest hjá þeim sem drekka mikið af sykurlausum drykkjum sem innihalda gervisætuefni. Hæfileikinn til að skynja saðningartilfinningu minnkar sömuleiðis. Gervisætuefnin virðast draga úr hæfni heilamiðstöðva sem hafa þetta hlutverk og stuðla þannig að ofáti.
(Science News, 14. júlí 2012)