krabbameinsslaufaHér á landi er eitthvað um að eldra fólk taki Hjartamagnyl í litlum skömmtum á hverjum degi sem forvörn. Flestir sem taka magnyl gera það vegna höfuðverks eða annarra verkja sem því er ætlað að vinna gegn. Rannsókn við Oxford Háskóla í Bretlandi sem 25.570 manns tóku þátt í sýnir fram á að dagleg taka af magnyl, öðru nafni aspirin eða acetylsalilsýra getur dregið úr áhættunni gagnvart krabbameini um 21-54% eftir því hvaða krabbamein á í hlut og hversu lengi það hefur verið tekið. Fjallað er um rannsóknina í tímaritinu Lancet en þar kemur fram að ekki sjáist mælanlegur árangur af að taka pillurnar fyrr en eftir fimm ára töku og þá einungis hjá fólki sem komið yfir 40 ára aldur.

Blöðruhálskirtilskrabbamein er annað algengasta krabbameinið sem dregur karlmenn til dauða. Æfingar og mataræði hafa áhrif á sjúkdóminn en nokkrar rannsóknir til viðbótar við ofangreinda rannsókn hafa gefið til kynna að bólgueyðandi lyf dragi úr áhættunni. Magnyl dregur úr áhættunni gagnvart blöðruhálskirtilskrabbameini um 8% samkvæmt breskri rannsókn á 30.000 karlmönnum á aldrinum 55-74 ára sem stóð í 10 ár. Magnyl dró enn meira úr áhættunni þegar karlmennirnir voru orðnir eldri en 65 ára.

(Politiken.dk 7. des 2010, British Journal of Cancer, 107:207-214, 2012)