ketilbjalla_russian_stampEf ætlunin er að ná að byggja upp eins mikinn styrk og hægt er í ákveðnum vöðvum eru handlóð heppilegri en ketilbjöllur samkvæmt rannsókn sem bar saman áhrif handlóða og ketilbjalla. Hvorutveggja virka mjög vel til að byggja upp styrk en helsta ástæða þess að handlóð byggja upp meiri styrk er að auðveldara er að stjórna átakinu þannig að það beinist að ákveðnum vöðvahóp. Ketilbjöllur eru hinsvegar heppilegri til þess að þjálfa allhliða styrk.
(iForm nóvember 2012)