Snæþór Ingi Jósepsson
Snæþór Ingi Jósepsson

Nafn: Snæþór Ingi Jósepsson
Fæðingarár: 1995
Bæjarfélag: Akureyri/Eskifjörður
Hæð: 181
Þyngd: 85
Keppnisflokkur: Fitness karla unglingafl
Atvinna eða skóli: Bifvélavirkjun við Verkmenntaskólann á Akureyri og Höldur

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Langaði bara fáránlega mikið að prufa að keppa… eitthvað af vinum og kunningjum höfðu verið að keppa. Ég byrjaði að lyfta þegar ég var 14 ára og svo af krafti um 16 ára og hef bara ekki hætt síðan… finnst ógeðslega gaman að skora á sjálfan mig og vera í eins góðu formi og ég mögulega get.

Keppnisferill:

Íslandsmót Ifbb 2013. 6.sæti í Fitness unglinga

Hvaða mót eru framundan?

Íslandsmótið 2014 mun keppa í fitness unglinga.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Reginn’s house of pain á akureyri. Reginn er nuddari af guðs náð sem hnoðar mig duglega einu sinni í viku fyrir mót… þvílíkur meistari og aldrei leiðinlegt að mætta í nudd til Reginns…

Vaxtarvörur sjá um öll mín fæðubótarefni ég nota vörur frá Trec nutrition, Olimp sports og Ultimate Nutrition

Mohawks kringluni og glerártorgi sjá mér fyrir geðveikum Uni-lite trainers æfingaskóm frá DC shoes, hettupeysum og þægilegum og flottum hlýrabolum í ræktina og á daginn!

Abaco heilsulind sér til þess að ég sé ekki sjálflýsandi allan ársins hring

Imprimo fatamerkingar merkja allt sem þú mögulega vilt

MAMMA OG PABBI! sem gefa mér að éta og stjana við mig allan ársins hring.

og svo auðvitað Kærastan mín hún Rebekka sem styður mig og hjálpar í öllu sem ég geri.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég breytti um æfingastíl í vetur ég hætti að lyfta hrikalega þungt nema bara í seinustu settunum í hverri æfingu… var ekki að „bolla mig upp“ svona off season eins og einhver sagði… borðaði frekar holt og hreint eins og ég gat í sumar og tók mig svo hrikalega á í haust og hélt mér mjög grönnum og niðurskurðurinn gengur mun betur núna en í fyrra.

Tek frekar léttari þyngdir, fleiri endurtekningar og fleiri lotur. Þetta finnst mér hent mér betur þar sem ég hef ekkert meiðst eða fundið fyrir neinum eymslum neinstaðar í allan vetur sem var nánast vikulegt áður.

Hvernig er mataræðið?

Í niðurskurðinum fékk ég matarkerfi frá Sigurði Gestsyni í Fitness Akademíuni. Hann raðaði niður deginum fyrir mig með öllu sem ég þurfti að borða. Er að láta ofan í mig 2500 hitaeiningar á dag. Þetta er prótein, glutamín, kreatín, fiskur, kjöt, kjúklingur, hrökkbrauð, epli, skyr, og grænmeti.  Þvílíkur munur að fá svona matarkerfi til að fara eftir maður leggur mun meiri metnað í það sem maður er að gera og maður þarf ekkert að hugsa. Bara fara eftir því sem stendur og þá er maður líka ekkert að svindla.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

pre-workout drykkir

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Tek kreatín á morgnana og glútamín strax eftir æfingu og svo prótín venjulega bara eftir æfingar en í niðurskurðinum 3x á dag.

Seturðu þér markmið?

Já ég set mér lítil markmið um það sem ég vil bæta og bæta sjálfan mig í. Eitt skref í einu, en svo á maður sér auðvitað stóra drauma og markmið þeim fylgjandi.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Bara hvað maður er heppinn með að geta gert það sem maður er að gera og að hafa heilsuna í það. Og svo eru það markmiðin. Ég verð, ég skal, ég get… „winners never quit and quiters never win“.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Á engan uppáhalds keppenda.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Lít upp til margra en á mér engan sérstakan uppáhalds keppanda.