fridge with foodOrkan í matnum kemur úr þremur uppsprettum: kolvetnum, próteini, og fitu. Hitaeiningar eru einfaldlega notaðar við að mæla orkuna í þessum fæðutegundum. Þar sem þú hefur mikinn áhuga á að halda þér í góðu formi er nauðsynlegt fyrir þig að samræma hitaeininga eyðslu og inntöku.

Nákvæmari útskýring á hitaeiningum er sú að þær eru það magn að efnaorku sem losnar sem hiti þegar fæða er melt. Ein hitaeining jafnast á við þann hita sem þarf til þess  að hækka hitastig eins gramms af vatni um eina gráðu.  Orkan sem  fæst úr þessum þremur tegundum orkuefna er mismunandi. Kolvetni og prótein gefa um 4 hitaeiningar á hvert gramm, en eitt gramm af fitu gefur um 9 hitaeiningar.

Þó að margt og mikið hafi verið skrifað um það hvernig hitaeiningar virka þá er það í engu samræmi við það hvað það er í raun einfalt hvernig þær virka. Fæðunni sem þú borðar er í grófum dráttum breytt í glýkogen og sem geymt er í vöðvunum til þess að notast til brennslu. Afgangurinn er síðan geymdur í líkamanum í formi fitu. Reyndu að komast að því hversu mörgum hitaeiningum þú brennir dag frá degi og miðaðu hitaeininganeysluna við það. Þar með ert þú búinn að ná stjórn á líkamsþyngd þinni. Það gerist ekki einfaldara.

Líkami þinn er aldrei að gera ekki neitt. Hann er alltaf að endurnýja frumur, viðhalda og byggja upp, auk þess sem ákveðin orka fer alltaf í öndun og meltingu. Grunnorkuþörf er nokkuð sem alltaf er miðað við þegar fundið er út hversu margar hitaeiningar hver og einn einstaklingur þarf á 24 tímum, liggjandi í slökun, en þó ekki sofandi. Aldur, kyn, beinastærð, þyngd og virkni hormóna er það sem hefur áhrif á grunnorkuþörfina. Samt sem áður má alhæfa gróflega að 20 ára maður þurfi eina hitaeiningu á hverri klukkustund fyrir hvert kíló líkamsþyngdar.  Fyrir konu á sama aldri er það 0.9 hitaeiningar á klukkustund fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Þannig er hægt að nota þessa formúlu til þess að finna áætlaða grunnorkuþörf hitaeininga. En það er síðan mjögl mismunandi eins og menn vita hversu orkufrekt það er sem menn aðhafast. Það hefur verið reiknað út hversu miklu menn brenna við mismunandi atferli. Til dæmis brennir tvítugur 70 kílóa maður 400 hitaeiningum á klukkustund í badmington, 990 í maraþonhlaupi, 340 í golfi, 70 sofandi o.s.frv.  Þetta eru þó allt saman áætlaðar tölur en samt má fara nokkuð nærri um daglega brennslu sé vitað hvað gert er yfir daginn.

Það er hægt að auka grunnorkuþörfina með æfingum. Sýnt hefur verið fram á að fólk sem gerir þolæfingar í 30 – 45 mínútur við 75% af heildarþoli, heldur áfram að brenna hitaeiningum í nokkrar klukkustundir eftir að hætt var að æfa. Auk þessa eykst grunnorkuþörfin eftir nokkrar vikur við æfingar. Það þýðir að þeir sem æfa reglulega hafa hraðari grunnefnaskipti og þurfa því ekki að hafa eins mikið fyrir því að brenna hinni óvinsælu fitu.