madurstongvaxsixpackFlest okkar vilja komast í gott form og búa yfir bæði styrk og þoli. Æfingakerfi fela því oft hvorutveggja í sér. Alhliða gott form þarf einfaldlega á bæði þolæfingum og styrktaræfingum að halda, ekki síst ef tilgangur æfinga er að ná árangri í ákveðnum íþróttum. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að þolæfingar hafa neikvæð áhrif á framfarir í styrk. Julien Robineau sem starfar fyrir franska Rugbysambandið komst að því að íþróttamenn gátu náð framförum í bæði styrk og þoli ef þeir fengu nægilega hvíld á milli æfinga. Íþróttamennirnir hvíldu annað hvort ekkert, 6 eða 24 tíma á milli æfinga. Eftir því sem hvíldin var lengri urðu framfarir meiri.
(Journal Strength conditioning Research, vefútgáfa í janúar 2015)