Þessa dagana er verið að endurskoða reglur Þrekmeistarans með það að leiðarljósi að breyta reglum sem gilda um þátttöku í liðakeppninni. Fram til þessa hefur verið leyfilegt að stofna lið nánast á síðustu stundu og ekkert bannar keppanda að taka þátt í fleiri en einu liði.
Þar til í síðustu keppni hefur lítið reynt á þessar reglur nema hvað það varðar að þrisvar hefur þurft að fá staðgengil í lið vegna meiðsla. Í síðustu keppni vantaði hinsvegar tvo liðsmenn í lið erlendra keppenda og voru þeir fengnir að láni úr öðru liði. Getur þetta orkað tvímælis þar sem þetta býður heim þeirri hættu að lið verði skipuð eftir hentugleikum úr samblandi margra liða.
Er verið að skoða reglurnar með það að leiðarljósi að breytingar á liðaskipan eigi sér fyrst og fremst stað ef um neyð eða meiðsli er að ræða. Ef eða þegar reglubreytingarnar liggja fyrir verða þær kynntar hér á fitness.is.