Nýtt eintak komið út

Það er víða komið við í nýjasta tölublaði Fitnessfrétta. Á forsíðunni og í viðtali í Nærmynd er Hrannar Ingi Óttarsson Íslandsmeistari unglinga í sportfitness. Í Ræktin 101 greinaflokknum eru greinar sem enginn ætti að missa af. Listin að spotta – og öryggisreglurnar í ræktinni.

Það hefur aukist að blaðið sé lesið á fitness.is og ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum í takt við breytingarnar á blaðinu. Stór hluti þess efnis sem er í blaðinu endar á fitness.is sem er stærsti vefur landsins fyrir áhugafólk um líkamsrækt og heilsu.

Markmið Fitnessfrétta er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt, hreyfingu og heilbrigða lífshætti.