hlaupariFjöldi rannsókna á nítrati hafa birst undanfarið sem m.a. hefur verið fjallað um í Fitnessfréttum. Flestar þessara rannsókna hafa sýnt fram á að bæta þol um allt að fimm prósent. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að fæðutegundir sem innihalda nítrat hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting og kyngetu karlmanna. Hafa rauðrófur helst verið nefndar til sögu. Nítröt örva framleiðslu æðaveggja á nituroxíði sem hefur þá virkni að auka blóðflæði til vöðva og annarra vefja. Áströlsk rannsókn undir stjórn Kristy Martin við Íþróttafræðiháskólann í Canberra sýndi hinsvegar fram á að bætiefni með nítrati höfðu engin áhrif á frammistöðu hlaupara í margendurteknum hlébundnum sprettum þar til þeir gáfust upp. Hlaupararnir fengu 70 millilítra af rauðrófusafa tveimur klukkustundum fyrir hlaupin. Vísindamennir ályktuðu því sem svo að þegar um væri að ræða jafn erfiða spretti og þarna áttu í hlut hefðu niturbætiefni engin áhrif.
(International Journal Sports Physiology Performance, 9: 845-850, 2014)