PlakatBikarmot2015_facebookÁ fimmtudag og föstudag fer fram Íslandsmót líkamsræktarmanna í Háskólabíói. Alls munu um 120 keppendur stíga á svið og ljóst er að margir af bestu keppendum landsins eru í sínu besta formi. Þetta er frábær þátttaka og ekki langt frá því að nálgast þátttökumet. Fjöldi keppenda í fitness hefur farið vaxandi á undanförnum árum og líklega hefur þessi sérstæða keppnisgrein aldrei verið vinsælli. Keppendur hafa staðið í ströngum undirbúningi undanfarnar vikur og margir eru allt árið að stefna á Íslandsmótið. Áhugafólk um líkamsrækt ætti því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.

Forsala miða er nú þegar hafin í Hreysti í Skeifunni en stuttu áður en mótið hefst verður einnig hægt að kaupa miða í anddyri Háskólabíós ef ekki er orðið uppselt.

Dagskrá Íslandsmótsins í Háskólabíói

Miðvikudagur 1. apríl
18.00 Innritun keppenda í Háskólabíói. Fitnessflokkar karla og kvenna og vaxtarrækt.
19.00 Innritun keppenda í Háskólabíói. Módelfitnessflokkar.

Fimmtudagur 2. apríl
9.00 Húsið opnar.
10.00 Forkeppni í fitnessflokkum karla og kvenna og vaxtarrækt.
17.00 Úrslitakeppni í fitness og vaxtarrækt.

Föstudagur 3. apríl
9.00 Húsið opnar.
10.00 Forkeppni í módelfitness.
17:00 Úrslit í módelfitness.

Screen Shot 2015-03-31 at 21.50.07Screen Shot 2015-03-31 at 21.50.26