DvitaminpillurTýrósín amínósýran er undanfari dópamíns sem er efni sem myndast í heilanum og hefur mikil áhrif á hugsanaferli. Hollenskir vísindamenn komust að því að týrósín í bætiefnaformi jók einbeitingu og hjálpaði þeim sem tóku þátt í rannsókninni með einbeitingu og dýpri hugsanir. Amínósýran hafði hinsvegar engin áhrif á sköpunargáfu. Rannsóknin tók mið af einum skammti af annað hvort tveimur grömmum af L-týrósíni eða lyfleysu (gervi-týrósíni) áður en þeir sem tóku þátt voru látnir glíma við ýmsar andlegar þrautir. Týrósínið jók einbeitingu og gæti hugsanlega gagnast íþróttamönnum, nemendum og síðast en ekki síst rithöfundum tímarita.
(Psychological Research, vefútgáfa 26. september, 2014)