Búið er að ákveða dagsetningu fyrir næsta Þrekmeistaramót. Mótið verður haldið 30. apríl í Íþróttahöllinni á Akureyri.Á síðasta móti var metþátttaka og af viðbrögðum lesenda fitness.is að dæma er áhuginn mikill og vaxandi. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi mótið, umfram þær upplýsingar sem hægt er að finna hér á fitness.is er velkomið að hafa samband við Einar Guðmann á netfangið keppni@fitness.is, eða smella á „Hafa samband“ hér til hliðar. Nú er málið að fá æfingafélagana með sér á Þrekmeistarann og hefja undirbúninginn.