Rear view of healthy young man with his arms stretched out isolaÞað er hægt að benda á margar rannsóknir sem sýna fram á virkni kreatíns fyrir styrk og vöðvauppbyggingu. Einnig er hægt að benda á rannsóknir sem sýna að koffín hafi jákvæð áhrif á styrk og hraða í æfingum eða íþróttum. Saman eru þessi efni hinsvegar ekki að virka eins og við er að búast. Ein af rannsóknunum sem sýna fram á að kreatín hætti að virka sé það tekið með koffíni var gerð af Vandenberghe og félögum þar sem þeir gerðu samanburð á því að taka kreatín eitt og sér og því að taka kreatín ásamt koffíni. Mældur var vöðvastyrkur fyrir og eftir sex daga töku kreatíns eða kreatíns og koffíns. Þeir sem tóku einungis kreatín juku styrk sinn um 17% á meðan þeir sem tóku kreatín og koffín juku styrk sinn ekki neitt. Þessar niðurstöður þykja sýna fram á að kreatín bætiefni auki vöðvastyrk þegar það er tekið eitt og sér en góðu áhrifin af kreatíninu verða að engu þegar það er tekið ásamt koffíni. Koffínið kemur í veg fyrir flutning kreatíns inn í frumur með þessum afleiðingum. Þegar koffín var hinsvegar tekið í kjölfar fimm daga kreatínhleðslu jókst styrkurinn aftur á móti verulega. Það virðist því skipta máli að taka þessi tvö efni ekki saman vegna truflandi áhrifa koffínsins á flutning kreatíns inn í frumur.
(Vandenberghe K, Gillis N, og félagar, (1996). Caffeine counteracts the ergogenic action of muscle creatine loading. J Appl Physiol 1985: 80, 452-457.)