Kreatín hefur áhrif á alla en virðist hafa sérstaklega mikil áhrif á vöðvamassa og styrk hjá fólki um sjötugsaldurinn. Fólk á þessum aldri sem hefur tapað töluverðum vöðvamassa og vöðvaorku (Creatine Phosphate) getur bætt sig verulega í vöðvamassa og styrk með því að taka kreatín.Kanadískir vísindamenn komust að því að með því að gefa fólki kreatín á meðan það fór í gegnum 12 vikna lóðaþjálfun, jókst styrkur og þol karla á sjötugsaldri verulega. Næstu 12 vikur á eftir æfðu þeir minna og tóku ekki kreatín en náðu að viðhalda vöðvamassanum og styrknum en þol þeirra minnkaði hinsvegar. Þetta sýnir að með því að taka kreatín getur eldra fólk frekar viðhaldið vöðvamassa sem er mikilvægt fyrir lífsgæði fólks sem og heilsu á þessum aldri.