Í hámarksátökum þegar líkaminn er að gefast upp gefa kolvetni viðbótarkraft um leið og þau berast í munninn. Samkvæmt rannsókn við Háskólann í Auckland á Nýja Sjálandi jukust taugaviðbrögð vöðva um 30% hjá fólki sem komið var að niðurlotum vegna æfingaálags. Viðbrögðin skiluðu sér samstundis og kolvetnin voru komin í munninn. Gerður var samanburður við lyfleysu (gervi-kolvetni) sem skilaði engum árangri. Kolvetnin auka heilaboð til vöðva sem aftur eykur árangur hjá þeim sem eru að niðurlotum komnir. Líkamsræktarfólk gæti haft gagn af að fá sér kolvetni (sykur) skömmu áður en æfing er tekin eða prófað að setja eitthvað í munninn og spíta því eftir stutta stund. Eitt þarf þó að taka fram og það er að ekki var hægt að meta út frá rannsóknunum hvort þetta myndi virka ítrekað á sömu æfingunni.
(Brain Research, vefútgáfa 29. Apríl. 2010)