Litlu skiptir hvort máltíð inniheldur mettaðar, fjölómettaðar eða einómettaðar fitusýrur samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við háskólann í Auckland á Nýja Sjálandi. Fitu- og orkuríkar máltíðir eru hinsvegar rót vandans þegar offita er annars vegar. Orkuinnihald fæðunnar ræðst að miklu leyti af því hvert fituinnihaldið er þar sem flestar hitaeiningar eru í fitu. Samsetning fitunnar virðist ekki hafa áhrif á það hversu södd okkur finnst við vera.
(Nutrition Journal, vefútgáfa 24. Maí, 2010)
![](https://fitness.is/wp-content/uploads/2011/05/MadurVax023_crop-scaled.jpg)