Kona með kaffibollaEftir strangan niðurskurð í mataræði fer líkaminn á vissan hátt í vörn. Efnaskipti hægja á sér með það að markmiði að halda lífi á tímum niðurskurðar, sults og seyru. Þetta er viðbragðskerfi sem þróast hefur í gegnum árþúsundin sem hefur það markmið að bjarga okkur frá því að svelta í hel. Þegar við sveltum eykst matarlystin. Tilgangur líkamans með því að auka matarlystina er að reka okkur af stað til að redda mat til að halda lífi. Um leið verða þessi viðbrögð líkamans til þess að niðurskurður aukakílóa verður erfiður. Við göngum á vissan hátt gegn eðli okkar með því að skera mataræðið niður. Náttúran útbjó okkur ekki með sérlega góðum bremsum gagnvart mat.
Sumir kjósa að taka niðurskurð þannig að þeir taka nokkra daga á fáum hitaeiningum og í kjölfarið nokkra daga á eðlilegum hitaeiningafjölda. Kenningin er sú að með því að láta hitaeiningafjöldann sveiflast til nái efnaskipti líkamans ekki að aðlagast sultinum og hægi því ekki á sér. Samkvæmt niðurstöðum íranskrar rannsóknar hjálpaði koffín til við að viðhalda léttingu eftir slíkt mataræði. Koffínið kom í veg fyrir að efnaskipti í hvíld hægðu á sér og hélt þannig hungrinu í skefjum.
(Iranian Journal Pharmacological Research, 13: 707-718, 2014)