MadurFeiturGenEndurskoðun rannsókna sem framkvæmd var af vísindamönnum við Háskólann í Chile bendir til að tengsl séu á milli kalkskorts í mataræði og þyngdaraukningar og offitu. Deilt er um niðurstöðurnar og eins og lesendur Fitnessfrétta vita hafa birst misvísandi rannsóknir í gegnum tíðina. Sumar hafa bent á að mikið kalk í fæðunni hjálpi til við að losna við aukakílóin en aðrar rannsóknir ekki. Vísindamennirnir í Chile benda á að engin rannsókn hafi sýnt fram á að aukning á kalki í mataræðinu stuðli að þyngdaraukningu. Kalkskortur eykur D-vítamín í líkamanum sem aftur á móti eykur matarlyst. Kalkskortur eykur einnig bólgur í fitufrumum sem stuðlar óbeint að fitusöfnun. Algengt er að fólk fái ekki nægilega mikið kalk í gegnum mataræðið en engu að síður er kalk í bætiefnaformi meinlaus og ódýr leið til þess að tryggja að líkaminn fái nægt kalk. Heilbrigði beina byggist á nægilegu kalki og því leikur það stórt hlutverk fyrir bæði bein og vöðva.
(Nutrition Reviews, 72: 627-637, 2014)