Nýjasta eintak Fitnessfrétta er komið út og á forsíðunni er Karen Lind Thompson að þessu sinni. Karen hafnaði í öðru sæti á Arnold Classics í Madríd í október þar sem hún keppti í módelfitness og segir okkur svolítið frá sér í viðtali við blaðið.  Efnistök blaðsins koma víða við að þessu sinni. Fjölmargar greinar um nýjustu rannsóknir á æfingakerfum, mataræði og bætiefnum er  að finna í blaðinu.