Þú drakkst of mikið í gærkvöldi og ert nær dauða en lífi vegna timburmanna. Ef þú hefðir borðað hunang hefðirðu getað komist hjá því að fá hausverkinn sem fylgir timburmönnunum. Hunang inniheldur ávaxtasykur sem keppir við önnur kolvetni um þátttöku í efnaskiptum alkóhóls. Það sem þá gerist er að þú kemst hjá mjög hröðum breytingum á alkóhólmagni í blóði sem yfirleitt eru í samræmi við timburmennina daginn eftir. Tómatsafi virkar einnig en ekki jafn vel og hunang. Önnur góð ráð til þess að forðast timburmenni er t.d. að drekka í hófi, drekka ekki á fastandi maga, forðast rauðvín og fylgjast með magninu sem drukkið er. Prófaðu að blanda hunangi saman við drykkina. Þetta virkar. 

ReutersHealth