Síðastliðin 40 ár hafa allar rannsóknir í æfingafræðum sýnt fram á að kolvetni eru mikilvægasta orkan sem þörf er á í æfingum þar sem átak er 50% eða meira af hámarksátaki (flestar æfingar). Til þess að vöðvar og lifur starfi eðlilega þurfa þeir að vera fullir af glýkogeni. Fram til þessa hafa næringarfræðingar ráðlagt þolíþróttamönnum eins og maraþonhlaupurum að borða mat sem inniheldur mikið af kolvetnum en lítið af fitu (minna en 20% af heildarneyslu). Kenningarlega séð er skynsemi í þessu en þegar í raunveruleikann er komið er svona mataræði mjög erfitt. Mataræði sem inniheldur mikið af kolvetnum og lítið af fitu er jafnframt bragðlítið mataræði. Það fer því oft þannig að þeir sem eru að reyna að borða kolvetnaríkt mataræði fá ekki nægilegt magn af hitaeiningum. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt fram á að þegar íþróttamenn borða hærra hlutfall af fitu, hneigjast þeir til að borða meira af kolvetnum líka. Fita í mataræðinu viðheldur einnig oxunareiginleikum frumna á fitu sem sparar kolvetni sem þýðir þau eru frekar tiltæk í æfingar. 
Mataræði þolíþróttamanna ætti að innihalda 30% orkunnar úr fitu og afgangurinn úr kolvetnum og próteini. Það á að duga til þess að þeir fái þau kolvetni sem þeir þurfa. 

Nutrition & the M.D., Desember, 2000.