Beygð línólfitusýra (Conjugated Linoleic Acid) eða CLA er nauðsynleg fitusýra sem lofar góðu í baráttunni við þyngdarstjórnun og vöðvavöxt. Dr. Jan Wadstein og félagar við háskólann í Lundi í Svíþjóð komust að því að með því að gefa offitusjúklingum CLA áttu þeir auðveldara með að losa fitu úr fitufrumum, örva efnaskipti og byggja upp vöðvamassa í samanburði við gervilyf. Magn heildar kólesteróls og LDL kólesteróls (vonda kólesterólið) minnkaði einnig en því miður minnkaði HDL kólesteról (góða kólesterólið) einnig. Þessi rannsókn er ein af nokkrum nýlegum rannsóknum sem hafa sýnt fram á virkni þessa bætiefnis. 

J. Nutr., 130: 2943-2948, 2000