PAH er einn algengasti mengunarvaldurinn í heiminum í dag og má finna víða. Sum þessara efna eru staðfestir krabbameinsvaldar á meðan önnur liggja undir grun.

Svart sót er notað til þess að búa til svarta blekið sem notað er í húðflúr. Svört húðflúr eru algeng og vinsæl hjá ákveðnum þjóðfélagshópum. Gallinn er sá að svart sót inniheldur fjölhringja aromatísk kolefni (Polycystic aromatic hydrocarbons) sem oftast eru skammstöfuð PAH í umræðunni. PAH er einn algengasti mengunarvaldurinn í heiminum í dag og má finna víða. Sum þessara efna eru staðfestir krabbameinsvaldar á meðan önnur liggja undir grun. Algengast er að þessi efni myndist við ófullkominn bruna hvort sem um er að ræða viðbrenndan mat á grilli, tóbak, tjöru, kolum, díselolíu eða fitu.

Við höfum áður fjallað um að þessi efni í viðbrenndum mat geti valdið krabbameini – fúlt – sérstaklega vegna þess að kolagrillin eru sérlega varasöm hvað þetta varðar. Það er þó ekki svo að kolagrillin séu ein um að valda þessari hættu. Þýskir húðsjúkdómafræðingar við Háskólann í Regensburg hafa sýnt fram á með mælingum að afar misjafnt er hversu mikið er af PAH efnum í svörtu húðflúrbleki. Finna mátti miklar frumubreytingar í húðinni á fólki sem hafði orðið fyrir mikilli útfjólublárri geislun og var með svört húðflúr. Útfjólubláir geislar fylgja sólböðum. Af niðurstöðum þýsku vísindamannana má ráða að svört húðflúr geti valdið krabbameini og orðið kveikjan að óeðlilegum efnaskiptum í húðfrumum.

(Experimental Dermatology, 19:e275-e281, 2010)