Rassvöðvarnir eru ekki einungis stærstu vöðvarnir í líkamanum, heldur ákaflega öflugir. Þessum umdeilda vöðva er þó misskipt á milli kvenþjóðarinnar og sumar konur vilja helst minnka þetta svæði eins og kostur er, á meðan aðrar vita ekkert verra en flatan rass. Flestir gera hnébeygjur til þess að fá mótaðri læri og rass. Dr. Peter Francis við Háskólann í San Diego í Kaliforníu, notaði rafsegulmælingar til þess að meta átak vöðva í mismunandi æfingum. Til þess að taka sem mest á rassvöðvana var hnébeygja á einum fæti langbest. Ef þú hefur ekki gert þessa æfingu áður, getur verið gott að byrja að æfa sig með því að styðjast við vegg og fara hægt niður. Það er ekki víst að þú komist mjög djúpt til að byrja með, en það kemur að því að þú getir gert 10 endurtekningar. Einnig er þægilegt að gera þessa æfingu í Smithvél. Þannig er auðveldast að halda jafnvægi. Þessi æfing er erfiðari en hún virðist í fyrstu.
(Fitness Rx, Ágúst 2002)