Í sjónvarpsmörkuðum hér á landi og ýmsum bæklingum er sífellt verið að selja magatæki af ýmsum gerðum. En eru þessi tæki eitthvað betri en gömlu góðu gólfæfingarnar? Jafngóð samkvæmt rannsóknum. Borin voru saman áhrif fjögurra mismunandi magaæfinga í tækjum og án tækja. Með hjálp rafgreiningatækis var hægt að mæla vöðvavirknina og ekki var hægt að sýna fram á að tækin mynduðu meira eða betra átak en hefðbundnu magaæfingarnar. Miðað við þessa niðurstöðu er hægt að halda sig við gömlu góðu æfingarnar svo lengi sem mönnum þykir ekki meira hvetjandi að nota tæki til þess að æfa. Ef hvatningin við það að nota tæki verður til þess að menn æfi meira eða betur, þá gera þau gagn.