Jakob Már Jónharðson keppti á síðasta Íslandsmóti í fitness með góðum árangri og náði þar öðru sæti. Jakob er betur þekktur fyrir góðan árangur í fótbolta, enda spilar hann í dag með Keflavík og hefur verið atvinnumaður í íþróttinni. FF lék forvitni á að vita hvað hefði orðið til þess að hann fór að keppa í fitness og var hann því tekinn tali.

 

Það var nú þannig að ég gerðist atvinnumaður í fótbolta í Svíþjóð og var keyptur ´98 út til Helsingborgar. Þar kynntist ég Gunnari Má Sigfússyni sem er íslandsmeistari í fitness þegar ég var að æfa lyftingar fyrir fótboltann. Þá var hann að stefna að móti sem var í Svíþjóð um sumarið. Ég hafði meiðst fljótlega eftir að ég kom út og var meira eða minna að fylgjast með því sem hann og aðrir keppendur voru að gera. Síðan fór ég á fitness mótið og fékk brennandi áhuga á því á eftir. Þetta var upphafið að því að ég vildi spreyta mig enn frekar. Fitness komið til að veraÞegar heim var komið var í raun búið að dæma mig ónýtan í hnénu fótboltalega séð þannig að ég þurfti að fara í uppskurð sem varð til þess að ég missti af fyrsta mótinu. Stefnan var sett á næsta mót og það gekk prýðilega. Það var í raun ekki fyrr en í Svíþjóð ´98 sem ég byrjaði að stunda tækja- og lyftingaæfingar reglulega.


Fótbolti og fitness eru gjörólíkar greinar í sjálfu sér, en ég hef mikinn áhuga á fitness enda er það komið til að vera. Ætlunin er að klára þetta sumar í fótboltanum og sjá til hvert framhaldið verður. Stefni á keppni í haust. Núna er stefnan sett á mótið sem haldið verður 18 nóvember. Ég þarf að bæta á mig vöðvamassa og laga samræmið til þess að líta vel út. Á meðan fótboltatímabilið stendur yfir er mikil brennsla í gangi og ég lyfti þrisvar í viku. Síðan þegar tímabilið er búið get ég snúið mér meira að uppbyggingu. Ég hef fengið mikinn stuðning frá Siggu í Perlunni – Sól og Þrek þar sem ég æfi í Keflavík, en hún á mikinn heiður skilinn fyrir það hve vel mér hefur gengið. Langar til að starfa sem einkaþjálfariÆtlunin er að fara á námskeið til þess að geta orðið einkaþjálfari. Mig hefur alltaf langað til þess að starfa sem einkaþjálfari vegna þess að ég ætla mér að halda mig við þennan geira. Hefur átt 74 bílaHelsta áhugamálið hjá mér eru bílar, enda hef ég átt 74 bíla um ævina. Bílarnir hafa alltaf verið helsta áhugamálið fyrir utan þessar íþróttir. Ég er búinn að prófa jeppamennskuna og ýmislegt fleira í bílunum svo áhuginn á þeim er og verður til staðar eins og áhuginn á fitness.