Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir farsímaframleiðendur að sýna fram á skaðleysi farsímaRannsóknir sem hafa það að markmiði að kanna áhrif farsíma á líkamann hafa verið misvísandi undanfarið. Nýlega birtist niðurstaða rannsóknar sem gerð var í Noregi sem átti að hreinsa farsíma af grun um að valda krabbameini eða öðrum sjúkdómum. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru bundnir í viðskiptaheimi farsímana og víst að upphæðirnar fyrir farsímafyrirtækin eru stjarnfræðilega háar.

Það gerist sífellt erfiðara í hagsmunapotsheimi nútímans að fjalla hlutlaust um ýmis mál sem hafa með hagsmuni stórfyrirtækja að gera þrátt fyrir að heilbrigðismál séu annars vegar. Þar af leiðandi er ráðlegt að taka rannsóknum með fyrirvara sem grunur leikur á að hafi þann tilgang að róa almenning og koma í veg fyrir að hann hætti að kaupa ákveðnar vörur.

Ekki skal hér efast um gildi norsku rannsóknarinnar sem að ofan er nefnd, en því miður er það ekki svo að allar aðrar rannsóknir staðfesti skaðleysi farsíma. Finnskir vísindamenn létu farsímabylgjur dynja á sérstökum frumum (endothelial) sem hafa það hlutverk að stjórna blóðflæði í æðum. Ekki síst æðum sem liggja til getnaðarlimsins. Þeir létu bylgjurnar dynja á frumunum í eina klukkustund en geislunin varð þess valdandi að breytingar urðu í prótínbyggingu frumnana og hafði áhrif á getu þeirra til að safna nituroxíði, en það er efni sem hefur þann tilgang að jafna blóðflæði. Af þessum sökum hefur verið varað við því að geyma síma nálægt kynfærunum. Áður hafa einnig borist vísbendingar um að rafsegulsvið farsíma valdi höfuðverk, krabbameini, orkuleysi og þreytu. Símanotkun í þröngu rými, eins og í neðanjarðarlestum getur auðveldlega aukið rafsegulsviðið yfir alþjóðleg viðmið.

Differentiation, 70: 120, 2002